Sveindís Jane í samstarf við LifeTrack
Knattspyrnustjarnan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur hafið samstarf við nýsköpunarfyrirtækið LifeTrack. Sveindísi Jane þarf vart að kynna en hún er lykilleikmaður í íslenska landsliðinu í knattspyrnu og gekk nýverið til liðs við bandaríska liðið Angel City.
Sveindís Jane og íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu munu hefja leik á næstu dögum á Evrópumótinu í knattspyrnu.
“Það var 2021 sem ég setti mig í samband við Inga Torfa og ég tók það mikilvæga skref að fara að huga að magninu sem ég borða og skrá matinn minn og passa að borða nóg og sérstaklega í kringum æfingar og leiki. Breytingarnar voru hreint ótrúlegar og má segja að boltinn hafi heldur betur farið að rúlla þarna”, segir Sveindís Jane, atvinnukona í knattspyrnu.
Nýlega var vakin athygli á því að Sveindís Jane er með flest mörk miðað við áætluð mörk, XG, í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Sveindís hefur vakið mikla athygli í heims fótboltanum og undanfarin misseri hafa verið fréttir um áhuga enn stærri liða á þessari mögnuðu knattspyrnukonu.
“Það er mikilvægt fyrir mig að fylgjast náið með næringarinntöku minni til þess að hámarka árangur. Mér finnst LifeTrack appið algjör bylting. Með LifeTrack er fljótlegt og einfalt fyrir mig að sjá með skýrum hætti hvenær ég hef uppfyllt orkuþörfina mína”, segir Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona.
“Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá í samstarf eina bestu knattspyrnukonu sem Ísland hefur alið. Sveindís Jane veit að rétt magn af næringu helst í hendur við árangur á vellinum, svefngæði og endurheimt og LifeTrack aðstoðar hana við að halda þeirri yfirsýn. Sveindís Jane er ekki aðeins framúrskarandi íþróttakona heldur fyrirmynd sem litið er upp til um allan heim”, segir Ingi Torfi Sverrisson, annar stofnenda LifeTrack.
LifeTrack smáforritið, sem unnið var í samstarfi við næringa- og íþróttafræðinga, er aðgengilegt í Apple Store og Google Play undir LifeTrack Iceland.