Stjarnan og LifeTrack gera með sér samstarfssamning

Ingi Torfi, Baldur Ragnarsson og leikmenn Stjörnunnar.
Ingi Torfi, Baldur Ragnarsson og leikmenn Stjörnunnar.

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í körfubolta hafa skrifað undir samstarfssamning við LifeTrack. Samningurinn markar upphaf samstarfs sem miðar að því að efla þekkingu leikmanna á næringu og hámarka frammistöðu liðsins á komandi keppnistímabil bæði í karla og kvennaflokki.

Undir samninginn skrifuðu Baldur Ragnarsson, þjálfari karlaliði Stjörnunnar, og Ingi Torfi Sverrisson, stofnandi LifeTrack.

„Við vitum að það er krefjandi verkefni að verja Íslandsmeistaratitilinn, og því er mikilvægt að leita allra leiða til að styðja við leikmennina – bæði innan vallar og utan hans,“ segir Baldur Ragnarsson.

LifeTrack býður meðal annars upp á lausnir sem hjálpa íþróttafólki að fylgjast með eigin heilsu, næringu og endurheimt, og nýtist því samstarfið Stjörnunni vel þegar liðið undirbýr sig fyrir langt og krefjandi tímabil.