Stefna fyrsti LifeTrack-vottaði vinnustaður landsins
Hugbúnaðarfyrirtækið Stefna hefur skrifað undir samning við LifeTrack og verður þar með fyrsti LifeTrack-vottaði vinnustaður landsins. Vottunin felur í sér að allir starfsmenn Stefnu fá aðgang að LifeTrack heilsusappinu sem þau nota sem verkfæri til þess að borða rétt magn næringar, fylgjast með hreyfingu og svefni auk þess að geta nýtt sér styrktaræfingar, hugleiðslur, jóga og öndunaræfingar.
Vegferðinni var hrundið af stað með hvetjandi fyrirlestri fyrir starfsfólk Stefnu þar sem stofnendur LifeTrack lögðu línurnar komandi mánuði.
„Það er frábært að sjá Stefnu taka frumkvæði og setja heilsu starfsmanna í forgang. Við erum stolt af því að þau séu fyrst til að hljóta LifeTrack-vottun fyrirtækja en það fer vel á því þar sem appið var smíðað í nánu samstarfi við starfsmenn Stefnu“, segir Ingi Torfi Sverrisson, annar stofnenda LifeTrack.
„Við lítum á þetta sem mikilvægt skref í átt að heilbrigðari vinnustað. Með LifeTrack getum við hvatt starfsfólk til að huga betur að heilsunni og þannig aukið bæði vellíðan og starfsorku“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdstjóri Stefnu?