Bestudeildarlið KA í samstarf við LifeTrack

Á myndinni eru Hallgrímur Jónasson þjálfari KA, Ingi Torfi Sverrisson einn af stofnendum LifeTrack o…
Á myndinni eru Hallgrímur Jónasson þjálfari KA, Ingi Torfi Sverrisson einn af stofnendum LifeTrack og Ívar Örn Árnason fyrirliði KA.

Á dögunum undirrituðu LifeTrack og Knattspyrnudeild KA samstarfssamning sem miðar að því að efla frammistöðu og heilsu leikmanna meistaraflokks karla á yfirstandandi tímabili en KA keppir í Bestu deildinni, Mjólkurbikarnum og Sambandsdeild Evrópu.

Leikmenn og þjálfarar meistaraflokks KA hafa notað LifeTrack appið undanfarna mánuði til þess að auka skilning og næringarlæsi en ekki síst til þess að tryggja að þeir borði nægilega mikið og í takt við mikið æfinga- og keppnisálag.

LifeTrack er íslenskt heilsuapp sem m.a. reiknar út orkuþörf notenda og heldur utan um daglega næringarinntöku. Auk þess er í appinu lögð áhersla á jákvætt hugarfar og hvatningu sem eru lykilþættir í íþróttum.

“Það er ómetanlegt hvað íþróttafólk og heilu íþróttaliðin hafa tekið LifeTrack opnum örmum á þeim stutta tíma sem við höfum verið starfandi. Við hjá LifeTrack erum spennt fyrir samstarfinu við KA og virkilega gaman að fá að styðja við bakið á liði í Bestu deildinni,” segir Ingi Torfi Sverrisson, rekstrarstjóri og einn af stofnendum LifeTrack.

Næring skiptir íþróttafólk máli því hún styður við orku, endurheimt, árangur og almenna heilsu.

“Það er alveg ljóst að næring spilar stóra rullu í frammistöðu og endurheimt leikmanna og við teljum okkur hafa tekið stórt skref í rétta átt með þessu samstarfi. Við þurftum ekki að hugsa okkur mikið um þegar þessi möguleiki kom upp og leikmenn okkar hafa verið duglegir að nýta appið og þá ekki síst ungu leikmennirnir. Það er því miður of algengt að ungt afreksíþróttafólk sé að borða of lítið miðað við álag og mér sýnist LifeTrack vera ansi gott verkfæri hvað það varðar”, segir Hallgrímur Jónasson þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu.

Við hjá LifeTrack munum fylgjast spennt með gangi mála hjá KA í sumar og haust og erum stolt af þessu samstarfi.

LifeTrack vinnur í samstarfi við Thelmu Rún Rúnarsdóttur næringarfræðing sem er m.a. sérhæfð í næringu íþróttafólks.