Læknir í LifeTrack teymið.
08.09.2025
Við erum afar stolt af því að kynna til leiks nýjasta meðlim í LifeTrack teyminu. Auður Kristín Pétursdóttir er læknir og hlaupari sem brennur fyrir bættri heilsu fólks.
Auður mun koma inn í teymið með læknisfræðilega reynslu og þekkingu sem er ómetanleg þegar kemur að því að þróa LifeTrack appið frekar. Auk þess mun hún miðla fróðleik um næringu og hreyfingu til viðskiptavina LifeTrack og vinna með okkur að heilsubyltingu LifeTrack.
Við bjóðum Auði hjartanlega velkomna.