Hafdís Sigurðardóttir vann tvær keppnir sömu helgina.
14.08.2025
Hjólreiðakonan Hafdís Sigurðardóttir átti annasama helgi en hún keppti á tveimur mótum um helgina. Á laugardeginum keppti hún í malarhjólarkeppninni Grefilinn sem er 207 km. leið á allskonar malarvegum um Borgarfjörðinn. Á sunnudeginum keppti hún svo í sprettþríþraut á Selfossi. Í sprettþríþraut er keppt í 750 m. sundi, 20 km. hjólreiðum og loks 5 km. hlaup.
Það er skemmst frá því að segja að Hafdís bar sigur úr býtum í báðum keppnum sem má segja að sé alveg magnaður árangur.
Hafdís notar LifeTrack appið til þess að hámarka sína orku og endurheimt og erum við afskaplega stolt af henni. Við óskum Hafdísi innilega til hamingju með frábæra helgi.