20.000 matvörur í LifeTrack

Systkinin Hafþór Ingi og Karen Ósk, börn stofnenda LT, að skanna..
Systkinin Hafþór Ingi og Karen Ósk, börn stofnenda LT, að skanna..

LifeTrack appið er hannað með það að markmiði að gera fólki eins einfalt og mögulegt er að skrá það sem það borðar, m.a. með því að skanna strikamerki beint inn í appið. Þegar þróun LifeTrack hófst hefði verið draumastaða að geta tengst heildstæðum gagnagrunni yfir allar matvörur sem seldar eru í íslenskum verslunum. Fljótlega kom þó í ljós að slíkur gagnagrunnur var einfaldlega ekki til. Í stað þess að láta það stoppa sig ákváðu stofnendur LifeTrack að bretta upp ermar. Strikamerki voru skönnuð í Bónus, gang fyrir gang og síðar í Krónunni, hillu fyrir hillu. Fljótlega varð þetta skemmtilegt fjölskylduátak þar sem öll lögðu sitt af mörkum.

Þegar LifeTrack appið fór í loftið voru um 7.000 strikamerki komin í gagnagrunninn. Frá þeim tíma hafa notendur appsins lagt hönd á plóg og verið einstaklega dugleg að bæta við nýjum vörum. Í dag telur gagnagrunnurinn um 20.000 matvörur og stækkar enn með hverjum deginum!