Samstarf LifeTrack og Icepharma.

LifeTrack hefur hafið samstarf við Icepharma hf. um kynningu á NOW vörulínunni, sem samanstendur af matvöru, fæðubótarefnum, vítamínum, ilmolíum og snyrtivörum úr náttúrulegum efnum. NOW vörurnar eru framleiddar úr hráefnum í hæsta gæðaflokki til að tryggja hámarks virkni og gæði.

Samstarfið endurspeglar sameiginlega sýn félaganna á mikilvægi heilsueflingar og markmið þeirra um að bæta lífsgæði fólks á Íslandi.

„Við erum stolt af þessu samstarfi enda höfum við góða reynslu af NOW vörunum. Við hlökkum til að vinna saman að því að stuðla að bættri heilsu fyrir öll,“ segir Linda Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra LifeTrack.

Áskrifendur LifeTrack fá afslátt af NOW vörum.