Fyrsta afreksmanneskjan í samstarf við LifeTrack

Við hjá LifeTrack erum stolt af því að kynna samstarfssamning við einstaka afrekskonu í íþróttum, Hafdísi Sigurðardóttir hjólreiðakonu.

Hafdís var valin “Hjólreiðakona ársins” árið 2024 en undanfarin ár hefur Hafdís verið í fremstu röð á Íslandi í götuhjólreiðum. Hún var auk þess tilnefnd til íþróttamanns ársins árið 2024.

“Hafdís hefur náð frábærum árangri í sinni íþrótt og lagt ótrúlega mikið á sig á þeirri vegferð. Hún er frábær fyrirmynd og smellpassar við markmið og gildi LifeTrack. Hafdís hefur heldur betur lært hvað næring skiptir miklu máli þegar kemur að því að berjast við brekkurnar. Við hlökkum til að styðja hana áfram á þeirri vegferð”, segir Linda Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra LifeTrack.

“Næring er ein af undirstöðum míns árangurs og LifeTrack gerir það einfaldara en áður að fylgjast með næringarinntöku minni. Mikið æfingaálag kallar á mikla næringu og góða hvíld. Þar liggja bætingarnar ekki síður”, segir Hafdís Sigurðardóttir.

Á heimasíðu Hjólreiðaambands Íslands segir meðal annars um Hafdísi: “Hafdís er einstök fyrirmynd og hefur með dugnaði og óbilandi eldmóði sett sterkan svip á hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Hún hefur ekki aðeins náð eftirtektarverðum árangri í eigin ferli sem hjólreiðakona, heldur einnig lagt sig óþreytandi fram við að hvetja aðra til dáða.”